Sigrún Júlíusdóttir
stofnaði ásamt fleirum meðferðarþjónustuna Tengsl árið 1982. Þjónustan er einkarekin og Sigrún hefur löggilt starfs- og meðferðarréttindi með sérhæfingu í hjóna- og
fjölskyldumeðferð, skilnaðarráðgjöf, foreldra-og uppeldisráðgjöf ásamt fjölskyldufræðslu.
Sjá CV.
Nám og meðferðarþjálfun
Lauk félagsráðgjafarprófi 1970 frá Lundi og fil.kand prófi í félagsfræði frá Stokkhólmsháskóla 1972, meistaraprófi frá Michiganháskóla í Bandaríkjunum
í hjóna- og fjölskyldumeðferð, 1978, handleiðslunámi og eigin meðferð (e. training therapy) 1985 og löggiltu réttindanámi í einstaklingsmeðferð (e. psychotherapy)
frá sálfræðideild háskólans í Gautaborg 1988. Lauk doktorsprófi í félagsráðgjöf á sviði fjölskyldufræða frá sama skóla 1993.
Starfs- og meðferðarreynsla
Löng og fjölþætt starfsreynsla, m.a. við barnavernd í Reykjavík 1968 og almenna félagsráðgjöf á sjúkrahúsi, félagsþjónustu, unglingageðdeild og
við réttarfélagsráðgjöf hjá skilorðeftirliti Stokkhólms; yfirfélagsráðgjafi við Kleppsspítala/Geðdeild landspítalans 1972-1990. Auk margvíslegra fræðslustarfa fyrir almenning
og fagfólk, m.a. í fjölskyldumeðferð og handleiðslu, kennsla við Endurmenntun HÍ; lektor frá 1991, nú prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Ritstjóri
Tímarits félagsráðgjafa frá 2008.
Rannsóknasviðið snýr að fjölskyldutengslum, barna- og fjölskylduvernd, fagþróun og handleiðslu.
Er stofnandi og formaður stjórnar
Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild HÍ,
og hefur ritað fjölda greina og bækur um fjölskyldumálefni og m.a. svarað
spurningum á
Vísindavef Háskóla Íslands og
doktor.is.
Faglegar viðurkenningar
Félagi í erlendum og íslenskum sérfræðifélögum og rannsóknasamtökum, svo
sem: The American Family Therapy Academy,
Council on Contemporary Famlies,
Svensk handledarförening og
Forsa (Ís-Forsa),
Kynfræðifélag Íslands,
Handís - félag handleiðara á Íslandi,
Sátt - Félag fagfólks í sáttamiðlun,
Félag fjölskyldufræðinga (FFF),
Félagsráðgjafarfélagi Íslands og í fagdeild
Félags sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa,
Vísindafélag Íslendinga.
Hefur hlotið viðurkenningu hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag á sviði
félagsvísinda, 2003; heiðurstyrk Vísindasjóðs Félagsráðgjafarfélags Íslands, 2009;
faglega viðurkenningu Sambands félagsráðgjafarskóla á Norðurlöndum, 2011;
fræðistyrk Hagþenkis, 2013.