Samtalsmeðferð - fyrir hverja?
Meðferðin er ætluð einstaklingum, hjónum,
foreldrum og fjölskyldum.
Auk persónulegrar meðferðar er veitt faghandleiðsla og ráðgjöf um meðferðarstarf og starfsþróun
fyrir meðferðaraðila og annað fagfólk. Einnig er kostur á starfsmannaráðgjöf og stjórnunarhandleiðslu
fyrir yfirmenn og starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Í handleiðslu er unnið með fagþroska og eflingu
starfssjálfsins, samskipti á vinnustað og togstreitur milli samstarfsaðila, undir-og yfimanna.
Markmið meðferðar
Tilefni og markmið meðferðar geta tengst þörf til að
- efla og bæta hjónabandið úr viðjum vanans eða misgengis sem upp hefur komið
- vinna á dýpri vanda sem tengist tilfinningalegum samskiptum, kynlífi, þroskaverkefnum, tjáskiptum eða sjálfstæði og nánd
- vinna úr kreppu, dauðsfalli, áfalli eða missi, m.a. tengt trúnaðarbresti, svikum eða framhjáhaldi
- leysa langvarandi erfiðleika eða lífskeiðsbreytingar sem kalla á endurskilgreiningar og endurnýjun
- styrkja persónulega líðan og velgengni
- vinna með ákvörðun um skilnað og samkomulag um forsjá og samvistir
- greiða úr togstreitum og bæta fjölskyldusamskipti, uppruna- eða kynslóðatengsl
- skilja, ráða betur við og bæta stjúptengsl
- takast á við uppeldisleg atriði í samspili foreldra og barna